Jóna Dögg - Blogg og portfólíóvefur

Ég heiti Jóna Dögg og ég er vefhönnuður,
sportisti og crazy cat lady

Um mig
  • jonadogg

Nánar um mig

Ég heiti Jóna Dögg Sveinbjörnsdóttir og ég er vefhönnuður hjá Hugsmiðjunni í Reykjavík. Ég bý með kærastanum mínum Val og köttunum Hiro, Louis og Indý í Garðabænum.

Ég er fædd og uppalin í Kópavogi og síðar Garðabæ, hef búið á nokkrum stöðum í Reykjavík en endaði að lokum aftur í Garðabænum, foreldrum mínum til mikilar hamingju.

Ég eyddi unglingsárunum mínum í að æfa sund og læra myndlist í Fjölbraut í Garðabæ, þar sem ég útskrifaðist jólin 1999. Stuttu eftir það flutti ég út til Madrid og var þar í nokkra mánuði sem au pair, aðallega til að feta smá í fótspor systur minnar sem bjó þá í Barcelona. En þetta átti ekkert voðalega vel við mig svo ég flutti aftur heim og fór að læra meira í listgreinum við Iðnskólann í Hafnarfirði. Síðan fór ég yfir í Margmiðlunarskólann sem þá var komin undir Iðnskólann í Reykjavík. Þarna var ég loksins búin að finna það sem átti mjög vel við mig. En á þessum sama tíma var ég að vinna mjög mikið í kjötbúð með náminu því ég var að kaupa mína fyrstu íbúð og þurfti að eiga fyrir öllum reikningunum sem því fylgdi. Ég ákvað því haustið 2004 að setja íbúðina á leigu og fara út til Danmerkur og klára margmiðlunarnámið með fullum hug.

Ég gekk í Nordic Multimedia Academy (NoMA) í Kolding á Jótlandi þar sem ég kynntist fullt af skemmtilegu fólki og gat lagt mikla áherslu á námið og njóta lífsins þar á milli. Á seinustu önninni í skólanum þurftu nemendur að fara í starfsnám og ég var svo heppinn að komast að hjá tveimur fyrirtækjum í San Fransisco. Annað þeirra indyer myndbandsgerðarfyrirtæki sem heitir Media Posse og hitt heitir Elastic Creative og sérhæfir sig í myndbandsvinnslu. Ég eyddi 3 frábærum mánuðum þarna úti í hreyfimyndagerð og ferðaðist svo um Kaliforníu í nokkra daga. Eftir tvö æðisleg ár þarna úti útskrifaðist ég með diplóma í "Visual Communication and Design" og flutti svo aftur til Íslands.

Fyrsta starfið mitt í bransanum var hjá D3 sem er efnisveita frétta- og afþreyingarefnis fyrir marga stafræna miðla. Þar vann ég við auglýsingahönnun, bæði fyrir net og prent en var mest megnis við auglýsingar fyrir Plúsinn.

Í dag er ég komin í draumadjobbið mitt: vinn við það að hanna vefsíður allan daginn og það hjá einu sterkasta veffyrirtæki landsins. En það er líka ánægjulegt að geta sagt að maður elski vinnuna sína og ég vona að hönnunin mín komi því til skila.

Áhugamálin:


Ég er mikill kattarvinur, er í Kattavinafélagi Íslands og kemur einmitt Indý okkar úr Kattholti. Hún greyjið fannst á vappi rétt fyrir utan Hveragerði árið 2008 en enginn vitjaði hennar. Hún fékk því heimili hjá okkur Val og hefur félagsskapur hennar verið alveg ómetanlegur síðan. Á næstunni er svo annar fjölskyldumeðlimur á leiðinni til okkar, hann er af Maine Coon ætt, en ég bæti meiri upplýsingum um það síðar.

Ég dýrka að ferðast um heiminn og skoða nýja staði. Allt svona framandi, sólarstrendur og sjór heillar mig mikið. Einnig finnst mér matseld ótrúlega skemmtileg, prófa nýja rétti og bara að dúllast í eldhúsinu, hvort sem það er að elda eða baka.

Einnig er ég nokkuð mikil íþróttakona, var lengi vel að æfa sund þegar ég var yngri og byrjaði svo aftur í görpunum fyrir nokkru síðan. Ég er samt þetta árið bara á fullu í ræktinni þar sem ég stefni á fitness mót haustið 2012.

Um þennan vef:


Ég hannaði fyrst Daggardropann árið 2008 og aftur 2009, en endurhannaði hann svo árið 2011 til þess að nútímavæða hann svolítið og koma honum í Eplica kerfið frá Hugsmiðjunni. Valur kærastinn minn sá svo um að mestu að kóða vefinn fyrir mig en ég dustaði þó aðeins af vefunarkunnáttunni minni og hjálaði smá til með CSS-ið.


Hafðu samband

Ertu með spurningu eða vilt bara segja hæ, endilega hafðu samband

Athugið: Nauðsynlegt er að fylla út þá reiti sem merktir eru með *.

Til að fyrirbyggja ruslpóst:

Ég annarsstaðar


Þetta vefsvæði byggir á Eplica