Nýtt ár, ný tækifæri og allt það

5.1.2014

2014 - mér finnst þetta ártal hljóma nokkuð vel. Hljómar eins og ár tækifæranna...
Annars er þetta ár hestsins sem er að ganga í garð þann 31. janúar n.k. samkvæmt kínverskri stjörnuspeki.

En á morgun, 6. janúar verður fyrsti vinnudagur á nýju ári hjá mér. Þetta verður líka í raun dagurinn þar sem maður byrjar loksins að vinna að nýju markmikðunum fyrir árið því það er bara búin að vera stanslaus leti og yfirát hérna alla daga síðan maður fór í frí. Ég er komin með svona nett ógeð á því öllu saman.

Ég krotaði upp smá lista fyrir markmiðin mín og komst að því að þau eru langflest heilsutengd.. þannig ég ætla að láta þau flakka hér:

Heilsumarkmiðin fyrir 2014

  • Byrja á að skafa af mér jólafituna
  • Æfa fjallgöngu framm í maí (þetta ætti að þýða að fara í allavega einn góðan göngutúr í hverri viku)
  • Fara á Hvannadalshnjúk í maí
  • Hjóla oftar í vinnuna (byrja um leið og hættir að frysta! Er aðeins of mikil kuldaskræfa fyrir frostið)
  • Taka þátt í bláalónsþrautinni í júní 
  • Taka þátt í Tour de Hvolsvöllur
  • Byrja að taka aftur inn vítamín á morgnana
  • Drekka ekki meira en 2-3 kaffibolla á dag. (Sex er bara einfaldlega of mikið!)
  • Hugsa betur um tennurnar hjá loðnu böddnunum, vera dugleg að tannbursta þá alla.
  • og síðast en ekki síst... að líða vel í eigin skinni.


Önnur markmið (sem eru alveg þó nokkur) ætla ég bara að hafa á blaði fyrir mig og reyna að koma þeim í framkvæmd á þessu ári :)

Gleðilegt ár!


Hafðu samband

Ertu með spurningu eða vilt bara segja hæ, endilega hafðu samband

Athugið: Nauðsynlegt er að fylla út þá reiti sem merktir eru með *.

Til að fyrirbyggja ruslpóst:

Ég annarsstaðar


Þetta vefsvæði byggir á Eplica